Annáll 2022

Árið hefur verið okkur gott, engar takmarkanir lengst af og fengum við gesti frá öllum heimshornum. Mestmegnis í gengum skipafélögin sem senda okkur gesti á hestasýningarnar og eru þær farnar að rúlla eins og við hugsuðum okkur í upphafi. Fyrir það erum við þakklát.

Einnig erum við að taka á móti hópum allt árið þó en í mismiklu mæli og leigjum líka salinn út fyrir viðburði eins og skírnir, fermingar og giftingar. Félög og fyrirtæki koma einnig og halda fundi og fá veitingar frá okkur. Nú í nóvember og desember buðum við upp á jólahlaðborð og var það vel sótt.

Kæru þið öll sem hafið sýnt hjá okkur, heimsótt okkur og verið gestir okkar og bara allir sem þetta lesa.

Nú hefur verið stikklað á stóru og óskum við ykkur gleðilegs árs og heilla í lífi og starfi.

Kveðja frá Brúnabændum, Hugrúnu og Einari.