Næsti sýnandi hjá okkur er Guðrún Björg Jóhannsdóttir eða Guja Nóa.
Látum fylgja nokkur orð sem vinkonur hennar settu á blað.
Guja hefur alla tíð verið mikill fagurkeri og notið lista frá því hún var barn. Hún hefur einstakt lag á að gera umhverfi sitt eftirminnilegt á listrænan hátt. Nú hefur Guja tekið skrefið lengra og fetað í fótspor föður síns, Nóa, og mundað pensilinn af leikni og einlægni. Litagleðin er alsráðandi í takt við atorkumikinn persónuleika hennar.
Við hér í listaskálanum á Brúnum hlökkum mikið til að sýna myndirnar hennar Guju.
Leave A Comment