Sumarið gekk vel, fengum fullt af gestum og hugsum við hlýlega til allra þeirra sem við vinnum í samstarfi við og erum full af þakklæti. Horfum fram á veginn og sjáum mörg tækifæri í að auka á fjölbreytileikann og huga að næsta sumri. Veturinn verður nýttur til þess.
Eins og undanfarin ár þá bjóðum við upp á jólaborð en það hefur verið vinsælt hjá okkur og nú tók ekki nema rúma viku að fylla í öll pláss. Fyrir það erum við líka þakklát. Notum eins og við getum okkar hráefni og einnig hráefni af svæðinu. Gröfum sjálf bæði kjöt og fisk og Bensi á Hólmavaði reykir fyrir okkur allt kjöt. Erum ekki að kaupa neitt tilbúið og vinnum þetta frá grunni eins og hægt er.
Leave A Comment