Jæja þá er sumartímabilinu hér á Brúnum lokið og þá tekur nýtt við eða aðventan og jólaveislunar sem við höfum boðið upp á. Nú er svo komið að nærri uppselt er hjá okkur og bara laust eitt föstudagskvöld eða þann 16. desember. Set hér sýnishorn af því sem í boði er og hlökkum við til að fá ykkur til okkar á Brúnir sem hafið nú þegar pantað.
Þann 4. des verður opið hús hér á Brúnum og er það í tengslum við ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar. Þar munum við bjóða upp á kjötið okkar til sölu og fleiri afurðir beint frá býli.
Leave A Comment