MYNDLIST OG HÖNNUN AÐ BRÚNUM Í EYJAFJARÐARSVEIT

Sýningin stendur frá 13. júlí til 7. ágúst 2019. Sýningin er opin daglega frá 14-18.

Sara Vilbergsdóttir  hefur verið starfandi myndlistarmaður frá því hún kom heim frá námi í Noregi fyrir rúmum 30 árum og tekið þátt í fjölmörgum sýningum heima og erlendis. Hún vinnur jöfnum höndum olíu- og akrýlmálverk, pappamassaskúlptúra og útsaumsverk.

Einnig málar hún dúettmálverk með systur sinni Svanhildi Vilbergsdóttur.

Helga Pálína Brynjólfsdóttir lærði textílhönnun í Finnlandi. Hún vinnur að margvíslegum textílverkum og bókverkum og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis. Hún kennir textílþrykk við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík.

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir stundaði textílnám í Noregi og lærði textílforvörslu í Bretlandi. Hún hefur lengi starfað við textíllist, skartgripagerð og forvörslu og var safnstjóri Byggðasafnins Hvols á Dalvík á árunum 2002 til 2018.

Hún nýtir eldra hráefni auk fiskiroðs í verk sín; skart, fylgihluti og myndverk.