Næstkomandi laugardag, 31 júlí, kl.14, opnar Hanna Hlíf Bjarnadóttir sýninguna “KAST” í listaskálanum á Brúnum.
Verið öll velkominn.
Skálinn er opinn fimmtudag-sunnudags frá 14-18.  Sýningin mun standa næstu vikurnar.
“KAST”
Litir og endurkast ljóss og lita er ein leið náttúrunnar til að hafa bein áhrif á sálina.
Litir og endurskin lita valda tilfinningalegum áhrifum sem ég nota sem heilun. Ég vinn í þögn þar sem form og litir eru ríkjandi og ráða jafnvel ferðinni. Blönduð tækni bætir svo aukalagi ofan á sum verkin svo þau verða efniskenndari. Litir og samspil ljóss eru mikilvæg í verkunum og þá hvernig þau taka breytingum við ólík birtuskilirði. Þau endurkasta ljósi sem bætir við nýrri vídd og ræður lit verksins. Litaspilið veldur andlegum og tilfinngalegum áhrifum, hugurinn verður frjáls og litirnir flæða inn í sálina.