Það var mjög mikið að gera hjá okkur í desember, mikið um hópa og tókst í alla staði mjög vel. Fórum eftir öllum settum reglum og blönduðum ekki saman hópum. Einkenndist af litlum vinnustaðahópum og klúbbum sem gerðu  sér dagamun á aðventunni.

Við munum hafa lokaðann salinn nema bara fyrir hópa og þá eftir settum reglum sóttvarnarteymisins. Þegar vorar fer og opnast fyrir gesti og gangandi og þá auglýsum við það hér.

Megi árið verða okkur öllum gott og verum bjartsýn á gott sumar og haust. Þökkum öllum þeim sem hafa komið til okkar á árinu, bæði sýnendum og gestum 🙂