Sumardagskráin hjá okkur á Brúnum hefst þann 8. júní næstkomandi með sýningu Jóns Laxdal Halldórssonar sem hann kallar “Sveitasögur” Opið verður í listaskálanum og kaffihúsinu alla daga í sumar frá kl.14:00-18:00 og einnig utan þess tíma eftir óskum 🙂
Jón Laxdal Halldórsson (f. 1950) nam heimspeki við Háskóla Íslands og gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1974. Jón var einn þeirra sem stóðu að blómlegri starfsemi Rauða hússins á Akureyri og setti þar upp sína fyrstu einkasýningu árið 1982. Klippimyndir hafa verið hans helsta viðfangsefni allar götur síðan. Verkum Jóns má lýsa sem ljóðrænni naumhyggju en þau spanna í raun mun víðara svið. Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum sýningum víðs vegar um heim og þau er að finna á fjölda safna.
Sýningin mun standa fram til 10. júlí.
Leave A Comment