Þá er sumardagurinn fyrsti liðinn en enn bólar á sumrinu og jafnvel vorinu.
Sumarið er þétt bókað hjá okkur og hestasýningar eða aðrir viðburðir flesta daga frá 20. maí. VIð verðum ekki með neinar myndlistasýningar í sumar nema myndirnar hans Einars og opna vinnustofu í galleíinu hans. Þeir sem okkur heimsækja á hestasýningar eða hópar sem koma til okkar geta kíkt niður og séð hvað þar er að finna. Það er hægt að senda okkur fyrirspurnir og koma og sjá hestasýningar þegar þær eru í boði og einfaldast er að senda póst á brunirhorse@brunirhorse.is. Einnig er hægt að skoða facebookar síðuna okkar brunirhorse og instagram @brunirhorse.
Hlökkum til sumarsins og tökum fagnandi á móti því þegar það kemur 🙂
Leave A Comment