Sýningaropnun Margrétar Erlu Júlíusdóttur verður 13. júní á Brúnirhorse. Sýningin ber nafnið Litir úr ýmsum áttum.

Orð frá Margréti um sig og sýninguna:

Ég heiti Margrét Erla Júlíusdóttir og er fædd 6 júní 1979 í Stykkishólmi. Ég ólst upp á bænum Borgarlandi í Helgafellssveit. Hef alltaf verið hugfangin af hestum og eignaðist minn fyrsta hest hann Sindra aðeins 5 ára gömul og hef átt hesta alla daga síðan. Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna frá því ég man eftir mér og teiknaði ég yfirleitt alltaf hesta eða annan búfénað. 17 ára tek ég stóru vinnuvélaréttindin og fer að vinna á lyftara í fiskvinnslu. 18 ára tek ég meiraprófið og keyri vörubíla næstu 15 árin bæði hér heima og erlendis. 2013 fer ég svo að vinna á krönum og hef verið í því síðan.

Ég fór að mála eitthvað að viti í kringum 2008, sótti námskeið það ár hjá Kristbergi Ò. Péturssyni listmálara. 2013 fer ég á námskeið hjá Bryndísi Guðrúnu Björgvinsdóttur myndlistarkennara í olíumálun. 2015 fer ég á námskeið hjá Önnu Gunnlaugsdóttur myndlistarkennara í akrýl málun. 2016 fer ég til Þuríðar Sigurðardóttur myndlistarkonu(og söngkonu) á námskeið í olíumálningu. Fór svo oft til hennar í einkatíma. Sama ár 2016 fer ég líka á námskeið í teikningu hjá Kolbrúnu Sigurðardóttur (Kolsí) í teikningu. Síðasta námskeið sem ég fór á var árið 2018 í Toscana á Ítalíu, þar kenndi listamaðurinn Þorgrímur Andri Einarsson landslagsmálun með olíulitum. Ég hef alltaf viljað skapa minn eigin stíl og er ég búin að vera að vinna að honum í mörg ár og fyrir ca 3 árum fór ég að verða sátt við stílinn minn og orðin það ánægð með hann að mér fannst ég geta sýnt öðrum verkin mín. Ég er aðallega með þau til sýnis á Facebook og instagram.

Ég hef haldið nokkrar sýningar síðustu 2 árin.

2018. 20/11-18/12 Scandic nord Helsingborg í Svíþjóð.

2019. 11/2-11/3 Scandic Hallandia Halmstad Svíþjóð Kunst rundan.

2019 First hotel C4 Kristianstad 16/5-13/6.

2019 Scandic Karlskrona 31/7-28/8.

2019 Scandic star Lund 16/8-14/9 Araslöv golfclub and Resort.

2019 16-19 águst Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. 2019-2020 1/11-10/1.

2019 Teaterhotellet i Malmø 10-14 apríl Art castel Kristianstad Svíþjóð.

Nýjasta sýningin mín sem verður að Brúnum í Eyjafjarðarsveit heitir “Litir úr ýmsum áttum” Og stendur frá 13 júní til 9 júlí 2020