Nú liggur fyrir hvernig sumarið verður hjá okkur. Mikið er um bókanir á hestasýningar og gerir það okkur erfitt með að hafa kaffihúsið opið nema takmarkað. Við höfum því ákveðið að setja skilti upp á veg og þar verður hægt að sjá hvort er opið eða lokað þegar keyrt er framhjá og einnig munum við setja það sem facebook færslu hjá okkur á milli daga. Við getum einfaldlega ekki boðið upp á fastann opnunartíma þegar líka er von á stórum hópi fólks á hestasýningu.

Við munum opna í sumar listaskálann með sýningu frá Finnlandi þar sem Tiina Rauni mun sýna myndirnar sínar ásamt íslenskum listamanni Birgi Rafn Friðrikssyni. Við munum auglýsa þá sýningu betur þegar nær dregur. Hún mun vera uppi hjá okkur til 20. júlí.

Núna um páskana verður Aðalsteinn Þórsson með sýningu hjá okkur og verður hún betur auglýst á Facebókarsíðunni okkar.

Við hlökkum til sumarsins og alls þess ráðna og óráðna sem fylgir því 🙂

Einar og Hugrún á Brúnum