Brunirhorse hefur verið vel tekið og erum við komin með um 500 fylgjendur á facebook og gestir hafa verið duglegir að sækja okkur heim. Við byrjuðum með listasýningu þar sem myndlist Arnar Inga Gíslasonar var kynnt og stóð sú sýning fram í nóvember. Helgina 18.-19. nóvember sýndu nemendur Hrafnagilsskóla sínar myndir og eru það nemar í myndlistarvali á unglingastigi sem þar komu fram. Næsta sýning fer upp í þessari viku og opnar fyrir almenningi 18. nóvember en það er Samúel Jóhannsson sem sýnir. Einnig er það að frétta að við erum komin með kynningamyndband fyrir brunirhorse sem hægt er að nálgast á facebooksíðu brunirhorse.