Hér hefur ekki mikið verið skrifað og því kominn tími til.

Við horfum bjartsýn til sumarsins 2025 og margt er á döfinni. Við munum ekki vera með myndlistasýningar í sumar frekar en í fyrrasumar nema þá myndirnar hans Einars sem verða til sýnis og hann er að vinna að þessa dagana. Síðan verða hugsanlega uppákomur eða “pop up” í vor og sumar og verða þær auglýstar síðar og kaffihúsið þá opið.

Hestasýningar munu byrja um miðjan maí og verða fram á haust og einnig heimsóknir hópa sem koma til okkar í mat og kynningu á íslenska hestinum og heimsókn á vinnustofu.

Við bjóðum hópum upp á að koma og halda árshátíðir, óvissuferðir, árgangahittinga og fundi og bjóðum upp á veitingar beint frá býli eins og kostur er.

Hlökkum til að sjá ykkur í vor og sumar – Hugrún og Einar, Brúnabændur