Opnun Brunirhorse gekk vonum framar. Við erum svo þakklát fyrir góðar móttökur, fallegar kveðjur, gjafir og hlökkum til að hafa opið næstu helgar.

Kaffihúsið er einungis opið um helgar og verður það þannig næstu vikurnar til að byrja með. Einnig er hægt að leigja salinn fyrir allskonar tilefni t.d fyrir starfsmannahópa, óvissuferðir, fundi og veislur.

Við munum reyna að koma á móts við alla eins og kostur er með fyrirkomulag. Myndlistarsýningin hans Arnar Inga verður opin alveg til nóvemberloka 2017.

Endilega kíkjið við næstu helgi, þá opnar kaffihúsið kl 14:00-17:00.