Kæru gestir sem hér líta inn.  Höfum ekki verið dugleg að setja hér inn efni á síðuna og alltaf vonað að geta haft opið og boðið til okkar gestum sem síðan varð ekkert úr eins og allir vita. Við hættum við öll jólahlaðborð og aðra viðburði sem til stóð að hafa en horfum á nýja árið sem ár tækifæra og jákvæðra breytinga. Höfum nýtt tímana að betrumbæta hjá okkur og kannski bara hlaða batteríin líka 🙂

Hlökkum til að sjá alla sem vilja til okkar koma á nýju ári og óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar í lífi og starfi.

Bestu kveðjur frá Hugrúnu og Einari