Miðvikudaginn 4. september mun Berglind Guðmundsdóttir eigandi GRGS halda fyrirlestur í fallega listaskálanum á Brúnum. Fyrirlesturinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að bjóða ævintýrum og leikgleði inn í sitt líf.

Kvöldið er óvissuferð – en markmiðið er að veita ykkur innblástur, gleði og gefa ykkur tæki og tól til að gera lífið skemmtilegra.

Prosecco og ítalskt snarl á boðstólnum.

Verð: 5900 ISK

Þáttaka staðfestist með greiðslu á reikning: 0303-26-2204 kt. 220476-5029. Kvittun sendist á berglind@grgs.is.
Athugið að miðinn fæst ekki endurgreiddur.