Nú höfum við ekki lengur opið um helgar þar sem við erum að taka á móti hópum í nóvember og desember í jólahlaðborð og jóladiska.

Laugardagurinn 7. Desember er þó undanþeginn því en þá erum við með opið frá 13-18 ásamt öðrum fyrirtækjum í sveitinni og höfum opið hús. Við bjóðum til sölu hangikjöt, það besta í heimi segjum við og stöndum við það. Slátrun fór fram á Blönduósi og reyking á Hólmavaði í Aðaldal, þar sem reykingarhefðin og kúnstin við að reykja hefur lærst á milli kynslóða. Einnig höfum við til sölu frosið lambakjöt, framparta, læri og hryggi. Vinnustofa Einars verður einnig opin.

Hlökkum til að sjá sem flesta 🙂