Laugardaginn 7. desember opna 16 ferðaþjónustuaðilar dyr sínar upp á gátt og kynna vörur sínar og þjónustu í Eyjafjarðarsveit.
Þar verður að finna fjölbreytt vöruúrval og mikla ástríðu hjá hverjum og einum ferðaþjónustuaðila. Það verður því upplagt að skella sér á laugardagsrúntinn í Eyjarfjarðarsveit og kynna sér málið og jafnvel næla sér í nokkrar umhverfisvænar jólagjafir í leiðinni þar sem flestir eru að selja gjafabréf á upplifun eða eitthvað ætilegt. Brunirhorse verður að sjálfsögðu með og hefur á boðstólnum beint frá býli, hangikjöt, lambakjöt og fl.
Einnig verður kaffihúsið opið þann 7. Des og því upplagt að kíkja í sveitina.
Leave A Comment