Þá er komið á hreint hverjir sýna hjá okkur í Listaskálanum á Brúnum í sumar.

Jón Laxdal ríður á vaðið og opnar sýningu á sínum verkum þann 8. júní sem mun standa fram til 10. júlí.  Þá koma þær Írís Ólöf Sigurjónsdóttir með textíl verk, Helga Pálína Brynjólfsdóttir einnig með textíl og Sara Vilbergsdóttir listmálari. Þeirra sýning mun opna 13. júlí og standa fram til 6. ágúst. Sigríður Huld Ingvarsdóttir listmálari mun síðan opna sína sýningu 8. ágúst og mun hún standa fram til 12. september. Nánari upplýsingar um listamennina mun koma síðar og þá í tengslum við kynningar á sýningunum. Hlökkum mikið til sumarsins og til að fá ykkur öll sem hingað komið til að njóta með okkur.